Laugardagshugleiðingar..
Ja hvað segja bændur þá! Ekki baun í bala, ég er eitthvað svo hugmyndasnauð þessa dagana að það er ekki alveg að gera sig! Er svo eirðarlaus og sit bara hérna í stól og horfi út um gluggann! En það verða breytingar á því, hef ákveðið að taka sjálfa mig í gegn! Ég og Tommi höfðum það voða næs í gærkvöldi og leigðum okkur tvær dúndurgóðar myndir sem ég mæli eindregið með; The Terminal og Notebook. Svo er það bara vinna í kvöld! Er svo fúl yfir að komast ekki til Brynju í sumarbústaðarhitting hjá öllum stelpunum uhuhu, en maður verður víst að vinna fyrir sér! Jæja best að fara að gera eitthvað af viti!
<< Home