What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

föstudagur, mars 18, 2005

Internetleysi og fleira áhugavert!

Jæja nú er komið þónokkuð langt síðan ég lét vita af mér síðast á þessari síðu. Ástæðan er sú að internetið er bilað heima og ég kann ekki að laga það og hef ekki haft tíma til að fá viðgerðarmann! Netið er sem sagt ennþá bilað! Alveg ótrúlegt hvað maður er háður netinu, er búin að leiðast svo hryllilega síðustu daga að ég vissi ekki hvað ég átti við mig að gera! Síðan er ég í fýlu út í stöð 2 fyrir að taka hljóðið af rugluðu útsendingunni þannig að núna get ég ekkert nýtt mér það lengur, var búin að venjast þessu svo vel! En jæja það þýðir ekkert að kvarta endalaust, sérstaklega ekki núna þar sem að elsku mamma er komin í bæinn og ætlar að vera hjá okkur fram yfir páska :) Hún var svo æðisleg að koma á bílnum og ætlar að skilja hann eftir hér hjá okkur Tomma þannig að loksins get ég hætt að fara að versla í strætó! Komin með hrikalegt ógeð á strætó og vona að ég verði aldrei bíllaus aftur!
Edith kom á síðustu helgi og var hjá okkur og við höfðum það næs og síðan er hún barasta aftur að koma á morgun þannig að núna verður familían sameinuð á ný :) Verst að ég er að vinna um helgina og alla páskana! Maður verður víst að vinna fyrir sér! Er núna stödd á næturvakt og klukkan er að verða 6 þannig að það eru bara 2 tímar eftir, ótrúlegt hvað þetta getur verið endalaust að líða! Jæja nenni ekki meir..