What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

föstudagur, mars 18, 2005

Internetleysi og fleira áhugavert!

Jæja nú er komið þónokkuð langt síðan ég lét vita af mér síðast á þessari síðu. Ástæðan er sú að internetið er bilað heima og ég kann ekki að laga það og hef ekki haft tíma til að fá viðgerðarmann! Netið er sem sagt ennþá bilað! Alveg ótrúlegt hvað maður er háður netinu, er búin að leiðast svo hryllilega síðustu daga að ég vissi ekki hvað ég átti við mig að gera! Síðan er ég í fýlu út í stöð 2 fyrir að taka hljóðið af rugluðu útsendingunni þannig að núna get ég ekkert nýtt mér það lengur, var búin að venjast þessu svo vel! En jæja það þýðir ekkert að kvarta endalaust, sérstaklega ekki núna þar sem að elsku mamma er komin í bæinn og ætlar að vera hjá okkur fram yfir páska :) Hún var svo æðisleg að koma á bílnum og ætlar að skilja hann eftir hér hjá okkur Tomma þannig að loksins get ég hætt að fara að versla í strætó! Komin með hrikalegt ógeð á strætó og vona að ég verði aldrei bíllaus aftur!
Edith kom á síðustu helgi og var hjá okkur og við höfðum það næs og síðan er hún barasta aftur að koma á morgun þannig að núna verður familían sameinuð á ný :) Verst að ég er að vinna um helgina og alla páskana! Maður verður víst að vinna fyrir sér! Er núna stödd á næturvakt og klukkan er að verða 6 þannig að það eru bara 2 tímar eftir, ótrúlegt hvað þetta getur verið endalaust að líða! Jæja nenni ekki meir..

þriðjudagur, mars 08, 2005

Bloggshit!

Jæja önnur tilraun. Ég var búin að skrifa hérna í gær en svo kom það ekki þannig að ég varð pirruð og nennti ekki að skrifa það aftur, var ekkert merkilegt hvort sem er ;) Sveik sjálfa mig í dag um að vakna snemma og gera eh merkilegt en í staðinn svaf ég til hádegis eins og venjulega og náði rétt svo að hrista á mér spikið, skreppa í sturtu og svo er það vinnan eftir 10 min. Skrifa eitthvað merkilegra seinna annars missi ég af gula helvítinu!!

laugardagur, mars 05, 2005

Laugardagshugleiðingar..

Ja hvað segja bændur þá! Ekki baun í bala, ég er eitthvað svo hugmyndasnauð þessa dagana að það er ekki alveg að gera sig! Er svo eirðarlaus og sit bara hérna í stól og horfi út um gluggann! En það verða breytingar á því, hef ákveðið að taka sjálfa mig í gegn! Ég og Tommi höfðum það voða næs í gærkvöldi og leigðum okkur tvær dúndurgóðar myndir sem ég mæli eindregið með; The Terminal og Notebook. Svo er það bara vinna í kvöld! Er svo fúl yfir að komast ekki til Brynju í sumarbústaðarhitting hjá öllum stelpunum uhuhu, en maður verður víst að vinna fyrir sér! Jæja best að fara að gera eitthvað af viti!

fimmtudagur, mars 03, 2005

Þreytta næturdýr!

Er stödd á næturvakt enn eina ferðina. Náði að sofa 2 klst eftir síðustu nótt útaf þessari klippingu sem ég fór í. Sé nú alls ekkert eftir því samt, ég er svo ánægð með hárið á mér núna, er voða sæt og fín :) Fór í fyrsta skipti í klippingu hjá karlmanni og er mjög sátt við hárið núna! Komin með frekar stutt, og smá gylltar strípur, voða sumarlegt!
Var voða góð við Tomma í dag. Honum langaði svo í köku þannig að ég skellti í eina Betty Crocker fyrir hann og við borðuðum með bestu lyst :) Helvítis klósettið er aftur farið að bila, ég sver það þetta er alveg óþolandi. Píparinn kemur aftur á morgun að kíkja á þetta, það er varla vika síðan hann gerði við það síðast, hlýtur bara að vera einhver galli í þessu!
Æji ég er voða þreytt eitthvað, náði eiginlega ekkert að leggja mig í dag...kannski maður fari nú að glugga í þessa bók sem ég er búin að taka nokkrum sinnum með mér en aldrei byrjað á, Belladonna skjalið!

miðvikudagur, mars 02, 2005

Næturdýrið!

Jæja þá er maður staddur í vinnunni á næturvakt. Klukkan er 07:10 þannig að ég fæ nú bráðum að fara heim að sofa :) Ég er mesti snillingur í heimi! Fór og pantaði mér klippingu og sagðist geta komið bara hvenær sem er! Nokkrum stundum seinna fattaði ég það að ég á að mæta klukkan 13 í dag í klippinguna þannig að ég næ að sofa í mesta lagi 3 tíma, þvílíkur auli er ég! Mmm það eru farin að koma páskaegg í búðirnar, ég er alltaf alveg á leiðinni að kaupa eitt, en það má ekki fyrr en á páskunum þannig að ég verð að halda í mér þangað til!

þriðjudagur, mars 01, 2005


Þetta hefur greinilega verið mikið stuð ;) Posted by Hello

Skvísurnar þrjár Posted by Hello

Sætust! Fann myndir á bloggaranum af árshátíð nmí og varð bara að setja inn myndir af litlu sætu músinni minni ;) Posted by Hello