What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

mánudagur, febrúar 28, 2005

Letibykkja!

Ég er svo lööööt! Veit ekki hvað hefur verið Í gangi í dag ég var svo ofboðslega þreytt í vinnunni að það var ekki eðlilegt! Sofnaði í matartímanum! Kom síðan heim og lagði mig í 4 tíma eins og mér einni er lagið og þar af leiðandi náði ekki að elda fyrir Tomma litla sem er að keppa í fótbolta akkurat á þessari stundu! Ég er kannski bara þreytt eftir helgina, hörkuhelgi þar á ferð með tilheyrandi óhollustu og djammi ;) Brynja músadrottning kom og var hjá mér alla helgina og höfðum við það mjög huggulegt. Á föstudeginum fórum við í dýrindis grill hjá Kareni, mmm hvað það var æðislega gott! Svo horfðum við á Idolið og síðan fórum við aðeins á rúntinn og hittum Ingibjörgu. Á laugardeginum var éti-djamm dagur. Borðuðum MIKIÐ óhollt en núlluðum það út með heilsubótargöngu. Um kvöldið komu Hanna Rósa og Ingibjörg síðan hingað til mín í sveitina og við helltum í okkur ýmsum áfegnum drykkjum og skelltum okkur á dansiball. Ég var eitthvað voða slöpp í dansinum, enda svo vitlaus að fara í glænýjum skóm á djammið þannig að ég var að kálast í löppunum, en samt var þetta allt saman mjög skemmtilegt ;) Í gær fékk ég síðan þvottakast og þvoði öll fötin sem til eru á þessu heimili og núna er allt svo hreint og fínt.

Núna er það síðan bara leti leti... Ég ætla ekki að vera löt á morgun, ætla vakna snemma og fara í ræktina og gera ýmsa hluti enda útborgunardagur á morgun, vúhú! Alla þessa viku er ég á næturvöktum þannig að ég ætla bara að hafa það gott, sofa á daginn og vaka á nóttunni ;) Jæja ég er farin að letast meira...