What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Dúnna skúringarkelling!

Jæja ég var víst ekki í fríi í dag, þvert á móti. Kristín hringdi í mig í morgun og spurði hvort að ég gæti reddað þeim í býtibúrinu í kvöld og ég sagði nottla já eins og góðri frænku sæmir ;) Og ég er búin að skúra og skúra og skúra og þrífa í allt kvöld, alveg dauðþreytt! Vissi ekkert hvað ég ætti að gera þarna, hef aldrei verið þarna í býtibúrinu áður og ég eins og alger hálfviti að spyrja um allt. Vona að ég hafi nú getað gert þetta af einhverju viti, við sjáum nú bara til með það ;) Síðan ætla ég bara að reyna að slappa aðeins af á morgun, reyna að fara í ræktina! Hef ætlað að kaupa kort þar núna í 2 vikur, má ekki draga þetta lengur, þá á ég eftir að rúlla hérna út einn daginn!!
Tomminn minn er veikur, með inflúensu greyið litla, ég ætla að vera rosa góð systir og hjúkra honum svo honum líði nú eitthvað betur! Eins gott að hann smiti mig ekki, ég er búin að vera nógu mikið veik!!
Er bara nýbúin að uppgötva að það er hægt að downloda alls konar þáttum á netinu, hef aldrei pælt í því að gera það sjálf! Þannig að núna er talvan bara í gangi alla nóttina því ég er að safna ;)
Jæja best að fara að kíkja hvað imbinn hefur upp á að bjóða þetta kvöldið...ciao