What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

mánudagur, febrúar 07, 2005

Bolla bolla..

Já í dag er bolludagur, alltaf gaman að því! Ég er líka alger bolla. Líður eins og að ég sé búin að bæta á mig a.m.k 5 kg yfir helgina, hef aldrei borðað svona mikinn sukkmat! Brynja María var hjá mér alla helgina og við höfðum það gott. Á föstudaginn fórum við út á mitt fyrsta djamm í Rkv ever! Það var mjög fínt og skemmti ég mér konunglega. Síðan er ég búin að vera að vinna alla helgina líka, þannig að það er enginn friður. Enda lagði ég mig eftir vinnu í dag alveg uppgefin eftir amstur helgarinnar! Svo er maður bara búinn að vera að reyna að taka til hérna og svona þar sem ekki gafst mikill tími til þess á helginni.
Komin í tveggja daga frí núna, það er æði :) Ætla fara á morgun og kaupa mér kort í ræktinni og dingla mér eitthvað. Jæja CSI að byrja...má ekki missa af því, ciao ;)