What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

mánudagur, febrúar 28, 2005

Letibykkja!

Ég er svo lööööt! Veit ekki hvað hefur verið Í gangi í dag ég var svo ofboðslega þreytt í vinnunni að það var ekki eðlilegt! Sofnaði í matartímanum! Kom síðan heim og lagði mig í 4 tíma eins og mér einni er lagið og þar af leiðandi náði ekki að elda fyrir Tomma litla sem er að keppa í fótbolta akkurat á þessari stundu! Ég er kannski bara þreytt eftir helgina, hörkuhelgi þar á ferð með tilheyrandi óhollustu og djammi ;) Brynja músadrottning kom og var hjá mér alla helgina og höfðum við það mjög huggulegt. Á föstudeginum fórum við í dýrindis grill hjá Kareni, mmm hvað það var æðislega gott! Svo horfðum við á Idolið og síðan fórum við aðeins á rúntinn og hittum Ingibjörgu. Á laugardeginum var éti-djamm dagur. Borðuðum MIKIÐ óhollt en núlluðum það út með heilsubótargöngu. Um kvöldið komu Hanna Rósa og Ingibjörg síðan hingað til mín í sveitina og við helltum í okkur ýmsum áfegnum drykkjum og skelltum okkur á dansiball. Ég var eitthvað voða slöpp í dansinum, enda svo vitlaus að fara í glænýjum skóm á djammið þannig að ég var að kálast í löppunum, en samt var þetta allt saman mjög skemmtilegt ;) Í gær fékk ég síðan þvottakast og þvoði öll fötin sem til eru á þessu heimili og núna er allt svo hreint og fínt.

Núna er það síðan bara leti leti... Ég ætla ekki að vera löt á morgun, ætla vakna snemma og fara í ræktina og gera ýmsa hluti enda útborgunardagur á morgun, vúhú! Alla þessa viku er ég á næturvöktum þannig að ég ætla bara að hafa það gott, sofa á daginn og vaka á nóttunni ;) Jæja ég er farin að letast meira...

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Bimbirimbirimbamm!

Já svona er það nú. Mér leiðist oft. Ég hef stundum ekkert betra að gera en að hanga á netinu, verst að það gera það ekki svo margir sem ég þekki. Mig vantar fleiri skemmtilega á MSN, svo mér hætti nú að leiðast :) Endilega bætið mér inná hjá ykkur dunnagumm@hotmail.com þá verð ég rosalega glöð.

mánudagur, febrúar 21, 2005

Mánudagur enn á ný...

Tíminn líður ótrúlega fljótt. Maður nær varla að fylgjast með! Var að vinna alla helgina á næturvöktum þannig að ég er eiginlega nývöknuð. Mér tókst nú samt að fara út að versla, hrista á mér rassinn í ræktinni og elda, þetta kalla ég nú gott :) Það verður kannski meira mál að vakna í vinnunna í fyrramálið en það reddast! Ég og Tommi skelltum okkur í bíó í gærkvöldi á White Noise. Ég er svo viðkvæm fyrir öllum svona hryllingsmyndum að ég lá utan í Tomma greyinu alla myndina og hélt fyrir augun, ég er nú meiri kjúklingurinn!
Það er búin að vera geðveik þoka núna í 2 daga. Maður sér varla á milli húsa. Í gærkvöldi þegar ég var að labba í vinnuna var svo mikil þoka að ég sá varla fram fyrir mig. Mér leið eins og að ég væri í bíómynd, labbandi í myrkrinu, hrökk í kút við minn eigin skugga...
Jæja C.S.I kallar!

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Sá svo gasalega sniðugt web poll hjá Gullu og varð bara að herma! Gefa síðunni smá lit með svona girnilegum karlpeningi ;)

Endilega kjósið!

Ehmm...

laugardagur, febrúar 19, 2005

Laugardagskvöld...

Og ég er búin að vera steinsofandi í allt kvöld! Er að fara á næturvakt eftir korter, nenni því varla, langar bara að kúra lengur uppí rúmi. Ég og Tommi gæddum okkur á dýrindis pizzu í kvöld og höfðum það annars gott, nema að ég nennti ómögulega að horfa á fótbolta, ruglaðann með engu hljóði þannig að ég barasta fór inn í rúm, breiddi ofan á mig og steinsofnaði. Svo er bannsett klósettið bilað, ekki hægt að sturta niður, þetta er að gera mig geðveika! Ég þoli ekki svona leiðinleg klósett, og svo gleymir fólk stundum að hella vatni ofan í á eftir það er búið að vera á því og ojjj....Það er nú meira hvað ég hef skemmtilegar sögur að færa ætla ekki að halda áfram með það í bili....

föstudagur, febrúar 18, 2005

Langt er síðan...

Ég bloggaði eitthvað hér á þessa síðu. Hef ekki haft neitt merkilegt að segja svo sem og síðan tók ofurtölvan hans Tomma uppá því að bila! Ekki nóg með það að hún sé biluð, þá fórum við með hana í viðgerð og þá má ekki gera við svona tölvur á Íslandi af því að hún er keypt í Canada! Þannig að núna verðum við að senda hana alla leið til Canada í viðgerð, þvílíkt og annað eins rugl! Ég sem var búin að ná í alla þætti af O.C, Joey, One tree hill, sex and the city og ég veit ekki hvað, þannig að nú sit ég hér ein og hef ekkert að gera!
Annars er maður ekki búinn að gera voða mikið. Hitti Katrínu, Aldísi og Kristján Una um helgina og við fórum á kaffihús og spjölluðum um liðna tíma :) Síðan skelltum við Tommi okkur í bíó á myndina Millon dollar baby og mæli ég eindregið með henni! Hitti svo aftur Aldísi á þriðjudaginn. Við keyrðum í hringi og svo sýndi hún mér sætu hestana sína! Ég man hvað ég dýrkaði einusinni hesta og ætlaði alltaf að verða hestakona. En núna þori ég varla að klappa þeim hehe ;)
Kraftaverk geta gerst: Ég keypti mér kort í ræktinni í gær eftir miklar vangaveltur hvort ég ætti að nenna því eða ekki. Er mjög ánægð með að ég gerði það, enda mjög flott og glæný aðstaða í Orkuverinu í Egilshöll :)
Er á næturvakt alla helgina þannig að þetta er eiginlega eins og að vera í fríi. Þú hefur allan daginn og kvöldið til að gera eitthvað sniðugt og svo vinnur maður bara á nóttunni og sefur út daginn eftir, alveg eins og maður myndi gera ef maður væri í fríi! Jæja þetta er orðið of langt og efa stórlega að einhver nenni að lesa svona langt blogg...

laugardagur, febrúar 12, 2005

Flensurnar elta mig á röndum...

Ég sver það, ég hlýt að vera með lélegasta ónæmiskerfi í heimi! Síðan ég kom til Rkv er ég búin að vera með ógeðslegt kvef og hálsbólgu og hósta og er nýbúin að losna við það! Var að vinna í gærkvöldi og hafði það bara mjög fínt, labbaði meira að segja heim úr vinnunni! Svo í nótt fékk Dúnna litla íllt í mallan og ældi og var á klósettinu til skiptis alveg langt fram á morgun :( Ég hef ekki fengið gubbupest síðan ég var 10 ára eða eitthvað álíka! Djöfulsins viðbjóður! Ég næ mér greinilega í allar pestir, heppin! Líka akkurat þegar ég á frí, þá þarf ég að verða veik! Er í helgarfríi og býst við að liggja bara heima uppi í rúmi búhúhú :( En það er lengi hægt að vorkenna sjálfri sér þannig að út í aðra sálma...
Sá smá brot úr Idolinu í gær. Hvað var Helgi að pæla í að velja þetta lag? Mér sem fannst hann vera að gera svo góða hluti og hélt nú að hann myndi komast miklu lengra! En svona er það víst, hann gerði sitt besta og meira er ekki hægt að gera. Hann stóð sig vel.

Út úr könnunninni kom að flestir spáðu Heiðu sigri í Idolinu, ég held líka að hún komist mjög langt! Nú hefur ný könnun litið dagsins ljós, "Hefur þú fengið flensuna í ár?"

Ælupestar-Dúnna kveður í bili...

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Ferð dauðans!

Úff! Í dag þurfti ég að fara í sendiferð í Smáralindina sem var nú ekkert mál þar sem ég er í fríi í dag. En þeirri ferð hefði ég betur sleppt þar sem ég hafði steingleymt að í dag væri Öskudagur og að allir krakkaormar í Reykjavík væru að maska! Þannig að ég var næstum troðin undir í strætó og varð að troða mér í horn og halda fyrir eyrun því þau gerðu ekkert nema að öskra! Nú er ég komin heim, loksins eftir þessa hræðilegu ferð, dauðþreytt og með geðveikan hausverk! Ég þakka guði fyrir að krakkarnir hér ganga ekki á milli húsa!
Í nótt dreymdi mig að ÉG væri komin í úrslit í Idolinu ;) Ég man ekki hvaða lag ég söng en eftir að ég var búin að syngja tók ég eftir að ég var ennþá í náttkjólnum hehe ;) Skondið það..

Nú spyr ég...

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Dúnna skúringarkelling!

Jæja ég var víst ekki í fríi í dag, þvert á móti. Kristín hringdi í mig í morgun og spurði hvort að ég gæti reddað þeim í býtibúrinu í kvöld og ég sagði nottla já eins og góðri frænku sæmir ;) Og ég er búin að skúra og skúra og skúra og þrífa í allt kvöld, alveg dauðþreytt! Vissi ekkert hvað ég ætti að gera þarna, hef aldrei verið þarna í býtibúrinu áður og ég eins og alger hálfviti að spyrja um allt. Vona að ég hafi nú getað gert þetta af einhverju viti, við sjáum nú bara til með það ;) Síðan ætla ég bara að reyna að slappa aðeins af á morgun, reyna að fara í ræktina! Hef ætlað að kaupa kort þar núna í 2 vikur, má ekki draga þetta lengur, þá á ég eftir að rúlla hérna út einn daginn!!
Tomminn minn er veikur, með inflúensu greyið litla, ég ætla að vera rosa góð systir og hjúkra honum svo honum líði nú eitthvað betur! Eins gott að hann smiti mig ekki, ég er búin að vera nógu mikið veik!!
Er bara nýbúin að uppgötva að það er hægt að downloda alls konar þáttum á netinu, hef aldrei pælt í því að gera það sjálf! Þannig að núna er talvan bara í gangi alla nóttina því ég er að safna ;)
Jæja best að fara að kíkja hvað imbinn hefur upp á að bjóða þetta kvöldið...ciao


mánudagur, febrúar 07, 2005

Bolla bolla..

Já í dag er bolludagur, alltaf gaman að því! Ég er líka alger bolla. Líður eins og að ég sé búin að bæta á mig a.m.k 5 kg yfir helgina, hef aldrei borðað svona mikinn sukkmat! Brynja María var hjá mér alla helgina og við höfðum það gott. Á föstudaginn fórum við út á mitt fyrsta djamm í Rkv ever! Það var mjög fínt og skemmti ég mér konunglega. Síðan er ég búin að vera að vinna alla helgina líka, þannig að það er enginn friður. Enda lagði ég mig eftir vinnu í dag alveg uppgefin eftir amstur helgarinnar! Svo er maður bara búinn að vera að reyna að taka til hérna og svona þar sem ekki gafst mikill tími til þess á helginni.
Komin í tveggja daga frí núna, það er æði :) Ætla fara á morgun og kaupa mér kort í ræktinni og dingla mér eitthvað. Jæja CSI að byrja...má ekki missa af því, ciao ;)

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Ég er svo...

Veik! Ég er að verða brjáluð á þessu, nenni ekki að vera með einhverja flensu núna. Búin að fara veik í vinnuna núna í tvo daga og það er ekki skemmtilegt. Ég hef ekki efni á að vera bara heima í einhverjum veikindum! Vona að þetta fari nú að batna, þó það væri ekki nema bara smá. Verð að vera orðin hress fyrir morgundaginn þar sem Brynja ætlar að koma og gera eitthvað sniðugt með mér :) Hlakka mikið til þess, þar sem ég er heldur ekki búin að hitta neinn síðan ég kom hingað. Var á fyrstu næturvaktinni minni í nótt og vá hvað það var erfitt að halda sér vakandi í allan þennan tíma! En ég gat það, ég er hetja :) Svo er það aftur næturvakt í nótt, þannig að ég er bara að dunda mér eitthvað hérna heima í dag. Ciao ;)

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Letidagur!

Í dag er ég í fríi og ligg bara í leti. Nebbinn minn lekur og lekur og ég er að verða brjáluð á þessu. Vaknaði með hor lekandi niður á kinn, þvílíkur viðbjóður! Vonandi verð ég orðin frísk á morgun þar sem ég er að fara á morgunvakt og síðan á næturvakt sama dag! Sá sólina glitta í örfáar sekúndur inn um gluggan áðan, þá er ekki hægt annað en að vera bjartsýnn :)