What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

mánudagur, janúar 31, 2005

Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig....

Það var Raggi Bjarna sem átti daginn í dag á Eir. Nú á ég eftir að vera með þetta lag á heilanum í allt kvöld! Ég held barasta að ég hafi krækt mér í eitthvað flensuhelvíti, er eitthvað voðalega tussuleg í dag. Vaknaði með kvef og hálsbólgu, ekki það skemmtilegasta sem ég veit! Mamma fór heim í dag, það var svo gott að hafa hana, ég vildi að hún byggi líka hérna í Rkv, það er ótrúlegt hvað maður er háður mömmu sinni, hún er alveg ómissandi!
Þoli ekki hvað er búið að vera mikið skítaveður hérna, endalaus rigning! Mig sem langar svo út í göngutúr og svona án þess að blotna og drepast úr kulda.
Well...ef einhverjum sem ég þekki leiðist og langar alveg ógeðslega mikið að hringja í mig er honum/henni guðvelkomið að hafa samband! Og endilega kommetið eitthvað eða skrifið í gestabókina, farin að halda stundum að enginn skoði þessa síðu!