Þreytt og breytt...
Ahh nú er ég þreytt. Svo erfitt að vakna svona snemma á morgnanna! Ég sem er nebbla búin að sofa út síðan í nóvember sjáiði til þannig að þetta tekur tíma að komast í gang. Í gærkvöldi var fyrsta vaktin mín á Eir. Ég var doldið stressuð en svo gekk þetta bara ljómandi vel. Ég kannaðist við allt starfsfólkið og þau mundu eftir mér síðan síðast og þess vegna var þetta allt miklu auðveldara :) Svo var það morgunvakt í morgun. Tomma að þakka vaknaði ég sem betur fer og náði því sem ég ætlaði að gera, ég verð samt að fara að reyna að læra að vakna, þetta er ekkert smá erfitt. Kom heim og í dag svo þreytt svo þreytt og lagðist í lacyboy og steinsofnaði! Síðan var ég vakin og beðin um að elda kvöldmat fyrir drenginn! Jájá maður er bara orðin húsmóðir hér :) Svo eru komnar reglur, og matarvenjur mínar hafa heldur betur breyst! Þar sem maður er búinn að lifa á hamborgurum, pylsum, samlokum og sukki í Hamraborginni, kemur maður hingað í hollustuna! Það er allt sukk bannað á þessu heimili og Tommi segist ætla að henda öllum sukkmat út um gluggan! Það er ágætt, ég hef reynt að stelast í kex en neinei Tommi alveg klikk! Þetta er frábært og breyting til góðs! Grænmeti og ávextir eru góðir, ég verð orðin mjóna áður en ég veit af hehe ;)
Svo í næstu viku þegar ég fæ meiri pening þá ætla ég að splæsa á mig korti í ræktinni. Það þýðir ekkert annað hér í borginni! Annars gengur allt annað bara mjög vel. Mamma ætlar að kíkja á okkur á morgun og vera yfir helgina, þannig að það verður voða næs, sakna hennar strax svo mikið!
Þangað til næst...
Svo í næstu viku þegar ég fæ meiri pening þá ætla ég að splæsa á mig korti í ræktinni. Það þýðir ekkert annað hér í borginni! Annars gengur allt annað bara mjög vel. Mamma ætlar að kíkja á okkur á morgun og vera yfir helgina, þannig að það verður voða næs, sakna hennar strax svo mikið!
Þangað til næst...
<< Home