What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

mánudagur, janúar 31, 2005

Nammiveikindi og mömmuhelgi :)

Úff...ef ég borða aldrei aftur nammi á ævinni er mér sama! Maður er sko búinn að liggja í sukkinu og hafa það gott með mömmu alla helgina :) Fórum út að borða og í bíó á Finding Neverland sem var mjög góð, allavega það sem ég sá, sofnaði óvart pínupons fyrir hlé! Síðan röltum við bara um búðir og skoðuðum allar útsölurnar. Ekkert keypt, það er líka ágætt að skoða bara og láta sig dreyma ;)
Í kvöld skelltum ég og mamma okkur síðan á leik hjá Tomma. Fjölnir á móti Val, og höfðu Valsmenn betur í þetta skiptið. En það gengur betur næst!
Svo er bara vinna í fyrramálið, vá er sko ekki að meika það að vakna svona snemma, þetta er alveg svakalegt, svo raskast þetta allt í vikunni þar sem ég fer á næturvaktir og svoleiðis. En meiri pening fyrir mig :)
Hef ekki meira í bili...