What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.....

Vá hvað það er búið að snjóa mikið á síðustu dögum, hef ekki séð svona mikinn snjó í háa herrans tíð! Var einmitt að ljúka við að moka snjónum af tröppunum við útidyrnar hjá okkur, liggur við að maður hafi bara ekki komist út um þær! Gleðilegt nýtt ár allir sem ég hef ekki komist í að segja það við! Bara komið nýtt ár og ég er sko alveg viss um að á þessu ári gerast hlutirnir hjá mér, vona það allavega!
Maður er alveg skíthræddur við þetta fárviðri sem er á leiðinni, ég vona svo sannarlega að það fari bara framhjá, finnst nóg komið í bili! Snjóflóð hér og þar og alls staðar, guð forði því að einhverjar hörmungar eigi eftir að fylgja þeim! Fyrir utan húsið mitt hérna í Fjarðarstrætinu er líka mikill öldugangur og heyrist það mjög vel inn í húsið, það er eins gott að öldurnar haldi sig bara hinum meginn við varnargarðinn svo það fari nú ekki allt að flæða í kjallaranum hér eins og fyrr í haust! Já, ég er sem sagt komin með nóg af þessu skítaveðri! Verð að segja að ég er ekki mikil snjómanneskja þannig að þetta er ekki mitt uppáhald!