What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

laugardagur, janúar 22, 2005

Hvað skal segja...

Já hef voðalega lítið til frásagnar í dag. Er núna í vinnunni eitthvað að reyna að láta tímann líða. Idolið í gær var alger snilld þar sem ég elska diskó og diskótónlist er algjörlega eitthvað fyrir mig. Keppendum tókst misvel að koma þessu frá sér og fannst mér alveg kominn tími á að þessi Vala færi, hún var hrikaleg. Rakst á ansi skemmtilega síðu í gær á sem ég hló mikið að http://www.fatchicksinpartyhats.com og mæli ég með henni ef ykkur langar að hlæja....

Nú eru bara 2 dagar í það að ég kveðji plássið og skelli mér í borg brjálæðisins, ég er ekki einusinni byrjuð að pakka...