What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Afhverju er ég svona þreytt?

Getur einhver sagt mér það eða er ég einfaldlega latasta manneskja í heimi! Ætlaði að vakna snemma í morgun og byrja að læra, fá eitthvað út úr deginum! En nei, vekjarinn hringdi klukkan 10 ég slökkti á honum, mamma hringdi klukkan 12, en samt sofnaði ég aftur og vaknaði klukkan hálf 2, er þetta eðlilegt? Fór meira að segja að sofa snemma í gær. Ég er örugglega haldin svefnsýki! Ég hef ekki gott af því að vinna svona vaktavinnu og vera í fríi hér og þar á þessum dögum, er til dæmis í fríi í dag og veit ekkert hvað ég á við það að gera...búin að taka til, vaska upp, setja í þvottavél!

Kannski er ég bara að kvarta yfir engu, það eru eflaust margir sem myndu vilja vera í mínum sporum og sofa frameftir alla daga og gera ekki rassgat! En ég er bara ekki þannig manneskja, ég verð alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni! En ég er greinilega búin að sogast inn í þetta letilíferni hvernig kemst ég út????