mánudagur, janúar 31, 2005
Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig....
Það var Raggi Bjarna sem átti daginn í dag á Eir. Nú á ég eftir að vera með þetta lag á heilanum í allt kvöld! Ég held barasta að ég hafi krækt mér í eitthvað flensuhelvíti, er eitthvað voðalega tussuleg í dag. Vaknaði með kvef og hálsbólgu, ekki það skemmtilegasta sem ég veit! Mamma fór heim í dag, það var svo gott að hafa hana, ég vildi að hún byggi líka hérna í Rkv, það er ótrúlegt hvað maður er háður mömmu sinni, hún er alveg ómissandi!
Þoli ekki hvað er búið að vera mikið skítaveður hérna, endalaus rigning! Mig sem langar svo út í göngutúr og svona án þess að blotna og drepast úr kulda.
Well...ef einhverjum sem ég þekki leiðist og langar alveg ógeðslega mikið að hringja í mig er honum/henni guðvelkomið að hafa samband! Og endilega kommetið eitthvað eða skrifið í gestabókina, farin að halda stundum að enginn skoði þessa síðu!
Þoli ekki hvað er búið að vera mikið skítaveður hérna, endalaus rigning! Mig sem langar svo út í göngutúr og svona án þess að blotna og drepast úr kulda.
Well...ef einhverjum sem ég þekki leiðist og langar alveg ógeðslega mikið að hringja í mig er honum/henni guðvelkomið að hafa samband! Og endilega kommetið eitthvað eða skrifið í gestabókina, farin að halda stundum að enginn skoði þessa síðu!
Nammiveikindi og mömmuhelgi :)
Úff...ef ég borða aldrei aftur nammi á ævinni er mér sama! Maður er sko búinn að liggja í sukkinu og hafa það gott með mömmu alla helgina :) Fórum út að borða og í bíó á Finding Neverland sem var mjög góð, allavega það sem ég sá, sofnaði óvart pínupons fyrir hlé! Síðan röltum við bara um búðir og skoðuðum allar útsölurnar. Ekkert keypt, það er líka ágætt að skoða bara og láta sig dreyma ;)
Í kvöld skelltum ég og mamma okkur síðan á leik hjá Tomma. Fjölnir á móti Val, og höfðu Valsmenn betur í þetta skiptið. En það gengur betur næst!
Svo er bara vinna í fyrramálið, vá er sko ekki að meika það að vakna svona snemma, þetta er alveg svakalegt, svo raskast þetta allt í vikunni þar sem ég fer á næturvaktir og svoleiðis. En meiri pening fyrir mig :)
Hef ekki meira í bili...
Í kvöld skelltum ég og mamma okkur síðan á leik hjá Tomma. Fjölnir á móti Val, og höfðu Valsmenn betur í þetta skiptið. En það gengur betur næst!
Svo er bara vinna í fyrramálið, vá er sko ekki að meika það að vakna svona snemma, þetta er alveg svakalegt, svo raskast þetta allt í vikunni þar sem ég fer á næturvaktir og svoleiðis. En meiri pening fyrir mig :)
Hef ekki meira í bili...
fimmtudagur, janúar 27, 2005
Þreytt og breytt...
Ahh nú er ég þreytt. Svo erfitt að vakna svona snemma á morgnanna! Ég sem er nebbla búin að sofa út síðan í nóvember sjáiði til þannig að þetta tekur tíma að komast í gang. Í gærkvöldi var fyrsta vaktin mín á Eir. Ég var doldið stressuð en svo gekk þetta bara ljómandi vel. Ég kannaðist við allt starfsfólkið og þau mundu eftir mér síðan síðast og þess vegna var þetta allt miklu auðveldara :) Svo var það morgunvakt í morgun. Tomma að þakka vaknaði ég sem betur fer og náði því sem ég ætlaði að gera, ég verð samt að fara að reyna að læra að vakna, þetta er ekkert smá erfitt. Kom heim og í dag svo þreytt svo þreytt og lagðist í lacyboy og steinsofnaði! Síðan var ég vakin og beðin um að elda kvöldmat fyrir drenginn! Jájá maður er bara orðin húsmóðir hér :) Svo eru komnar reglur, og matarvenjur mínar hafa heldur betur breyst! Þar sem maður er búinn að lifa á hamborgurum, pylsum, samlokum og sukki í Hamraborginni, kemur maður hingað í hollustuna! Það er allt sukk bannað á þessu heimili og Tommi segist ætla að henda öllum sukkmat út um gluggan! Það er ágætt, ég hef reynt að stelast í kex en neinei Tommi alveg klikk! Þetta er frábært og breyting til góðs! Grænmeti og ávextir eru góðir, ég verð orðin mjóna áður en ég veit af hehe ;)
Svo í næstu viku þegar ég fæ meiri pening þá ætla ég að splæsa á mig korti í ræktinni. Það þýðir ekkert annað hér í borginni! Annars gengur allt annað bara mjög vel. Mamma ætlar að kíkja á okkur á morgun og vera yfir helgina, þannig að það verður voða næs, sakna hennar strax svo mikið!
Þangað til næst...
Svo í næstu viku þegar ég fæ meiri pening þá ætla ég að splæsa á mig korti í ræktinni. Það þýðir ekkert annað hér í borginni! Annars gengur allt annað bara mjög vel. Mamma ætlar að kíkja á okkur á morgun og vera yfir helgina, þannig að það verður voða næs, sakna hennar strax svo mikið!
Þangað til næst...
þriðjudagur, janúar 25, 2005
Flutt í borgina :)
Jæja þá er maður fluttur í Reykjavíkurborg! Doldið skrítið... Sofnaði áðan smá fyrir framan sjónvarpið og fékk næstum hjartaáfall þegar dyrasíminn hringdi og fattaði ekkert hvar ég var þegar ég vaknaði! Er búin að strætóast smá með honum Tomma og svo fórum við að versla í matinn þar sem ísskápurinn hjá Tomma var alveg galtómur! Er búin að vera að taka til hérna og færa til í skápum og setja mitt dót í þá og svona ;) Svo byrja ég að vinna á Eir á morgun, kvöldvakt, það verður eflaust mjög áhugavert. Það er svo skrítið að byrja í nýrri vinnu, maður er svo asnalegur eitthvað og veit ekki neitt! Annars bara bið ég að heilsa í bili...
Jæja!
Nú er daman búin að pakka sér niður í tösku og tilbúin í slaginn! Vona að sætu strákarnir hjá flugleiðum hleypi mér í gegn með allt þetta dót! Ég er varla að fatta að ég sé að fara. Finnst það eiginlega ekki, hef ekkert pælt í því að ég sé að flytja. Vona bara að það verði flogið á morgun, líst nú ekkert á þetta veður! En það kemur þá bara í ljós, en samt slæmt ef ég kemst ekki því ég byrja að vinna á miðvikudaginn!! Heldur skítt ef maður er veðurtepptur fyrsta daginn! Ohh well, shit happens! Annars hef ég nú ekkert í fréttum. Helgi Þór Idol stjarna og Idol kærastan bara á forsíðu DV í dag, úúú ;) Það er aldeilis!
Vona að Tommi litli samþykki það að hafa stöð 2 í borginni, ég lifi það ekki af að missa af öllum þessum þáttum sem eru í gangi núna, ég er algjör fíkill!
Í dag 24. janúar er leiðinlegasti dagur ársins samkvæmt rannsóknum. Ég held að ég sé alveg sammála, skítaveður og allt sem því fylgir. Sofnaði í sófanum og hljóp svo fram í anddyri og ætlaði að ná mér í peysu og steig í RISA poll! Rignir inn um bréfalúguna! Já mér finnst þessi dagur í dag bara ekkert spes, enda þurfti hann heldur ekkert að vera það!
Vona að Tommi litli samþykki það að hafa stöð 2 í borginni, ég lifi það ekki af að missa af öllum þessum þáttum sem eru í gangi núna, ég er algjör fíkill!
Í dag 24. janúar er leiðinlegasti dagur ársins samkvæmt rannsóknum. Ég held að ég sé alveg sammála, skítaveður og allt sem því fylgir. Sofnaði í sófanum og hljóp svo fram í anddyri og ætlaði að ná mér í peysu og steig í RISA poll! Rignir inn um bréfalúguna! Já mér finnst þessi dagur í dag bara ekkert spes, enda þurfti hann heldur ekkert að vera það!

Fór að heimsækja sætasta strák í heimi í gær, hann Kristján Una. Hann var alveg yndislegur og virtist bara lítast ágætlega á mig. Potaði og skoðaði mig. Svo fannst honum glossið mitt eitthvað furðulegt og náði því öllu á puttana á sér en leist síðan ekkert á það ;) Síðan fórum ég og Katrín í göngutúr og fengum heitt kakó og kökur á eftir mmm ;) Takk fyrir mig Katrín.

laugardagur, janúar 22, 2005
Hvað skal segja...
Já hef voðalega lítið til frásagnar í dag. Er núna í vinnunni eitthvað að reyna að láta tímann líða. Idolið í gær var alger snilld þar sem ég elska diskó og diskótónlist er algjörlega eitthvað fyrir mig. Keppendum tókst misvel að koma þessu frá sér og fannst mér alveg kominn tími á að þessi Vala færi, hún var hrikaleg. Rakst á ansi skemmtilega síðu í gær á sem ég hló mikið að http://www.fatchicksinpartyhats.com og mæli ég með henni ef ykkur langar að hlæja....
Nú eru bara 2 dagar í það að ég kveðji plássið og skelli mér í borg brjálæðisins, ég er ekki einusinni byrjuð að pakka...
Nú eru bara 2 dagar í það að ég kveðji plássið og skelli mér í borg brjálæðisins, ég er ekki einusinni byrjuð að pakka...
föstudagur, janúar 21, 2005
Friends...
..eru ómissandi. Ég ætla einmitt að taka mitt ástkæra Friends-safn með í borgina svo að ég hafi nú einhverja vini! Er búin að vera heilan klukkutíma að flokka þetta niður í hulstur og klippa og skreyta, já ok ég hef ekkert betra að gera! En svo að við tölum nú aðeins meira um Freinds, þá var einn diskurinn týndur. Þetta var allra fyrsti diskurinn í fyrstu seríunni og var ég búin að grenja lengi yfir því að hann hafi verið týndur og tröllum gefinn! EN svo í dag þrjóskaðist ég til að leita ennþá betur og leitaði í öllu dvd safni Hamraborgar (alveg gasalega mikið að gera alltaf í vinnunni) og eftir mikla leit, tók ég upp síðasta diskinn í öllum staflanum og viti menn þarna var diskurinn!! Hefði ég nú bara byrjað á hinum endanum...
Idol kvöld í kvöld, gaman gaman. Ætla einmitt að skella mér til hennar Bibbu brjóstastóru og sjá hvað hún hefur að segja um þetta allt saman. Vona að hún sé búin að baka köku handa mér :) Það er svo fyndið, eða kannski ekkert fyndið að ég er síétandi, líkaminn minn er að búa sig undir hungurverkfall. Kannski er þetta bara af því að ég er alveg að fara að hætta í vinnu þar sem ég fæ frítt nammi! Kannski út af því að ég veit að ég á aldrei eftir að tíma því að kaupa mér nammi, kannski af því að ég ætla í átak dauðans þegar suður er komið eða kannski er ég bara einfaldlega átvagl! Ég á eftir að rúlla út úr rúminu einhvern daginn ef þessu fer ekki að linna, ésúss minn!
http://www.fatchicksinpartyhats.com/images/fathat253.jpg
Haha ég var að fletta séð og heyrt í gær og sá þá allt í einu bara mynd af Tinnu vinkonu hehe, ég sprakk úr hlátri, góður djókur Aldís mín ;) Það myndi enginn gera svona nema bara þú haha :)
Idol kvöld í kvöld, gaman gaman. Ætla einmitt að skella mér til hennar Bibbu brjóstastóru og sjá hvað hún hefur að segja um þetta allt saman. Vona að hún sé búin að baka köku handa mér :) Það er svo fyndið, eða kannski ekkert fyndið að ég er síétandi, líkaminn minn er að búa sig undir hungurverkfall. Kannski er þetta bara af því að ég er alveg að fara að hætta í vinnu þar sem ég fæ frítt nammi! Kannski út af því að ég veit að ég á aldrei eftir að tíma því að kaupa mér nammi, kannski af því að ég ætla í átak dauðans þegar suður er komið eða kannski er ég bara einfaldlega átvagl! Ég á eftir að rúlla út úr rúminu einhvern daginn ef þessu fer ekki að linna, ésúss minn!
http://www.fatchicksinpartyhats.com/images/fathat253.jpg
Haha ég var að fletta séð og heyrt í gær og sá þá allt í einu bara mynd af Tinnu vinkonu hehe, ég sprakk úr hlátri, góður djókur Aldís mín ;) Það myndi enginn gera svona nema bara þú haha :)
miðvikudagur, janúar 19, 2005
Sei sei og já...
Æji já mér leiðist. Finnst ég aldrei gera neitt nema að liggja í leti. Helgin já þessi magnaða helgi verður því miður ekki til frásagnar og vil ég helst gleyma öllu sem fram fór þar. Fer suður akkurat eftir viku, það verður gott að fá tilbreytingu. Annars hef ég bara ekkert að segja...
laugardagur, janúar 15, 2005
Laugardagur í leti!
Já ég er búin að liggja í leti eins og venjulega! Í kvöld er planið að gera eitthvað sniðugt með Sissú sem er hérna í heimsókn. Ár og dagar síðan við höfum hisst og því verður mikið spjallað! Í gær kítki ég til Siggu og family, vá hvað litla stelpan hennar er orðin stór, mér brá bara! Horfðum á Idolið og kíktum svo út á rúntinn og spjölluðum fram á nótt! Mér finnst svo skrítið að ég sé að fara að fara héðan aftur, ég er ekki alveg að skilja það, ekki einusinni byrjuð að spá almennilega í því!
Er að fara að syngja með kórnum í Súðavík á morgun á minningarathöfn um þá sem dóu í snjóflóðinu. Það er svo ótrúlegt að það séu liðin 10 ár. Ég man þetta ennþá eins og það hafi verið í gær. Svo er var verið að sýna eitthvað í fréttunum í kvöld og maður getur ekki varist því að fá smá sting í hjartað og tár í augun þegar maður hugsar um þetta...
En ég hef víst ekkert meira að segja í bili, yfir og út...
Er að fara að syngja með kórnum í Súðavík á morgun á minningarathöfn um þá sem dóu í snjóflóðinu. Það er svo ótrúlegt að það séu liðin 10 ár. Ég man þetta ennþá eins og það hafi verið í gær. Svo er var verið að sýna eitthvað í fréttunum í kvöld og maður getur ekki varist því að fá smá sting í hjartað og tár í augun þegar maður hugsar um þetta...
En ég hef víst ekkert meira að segja í bili, yfir og út...
fimmtudagur, janúar 13, 2005
He´s just not that into you!
Vá það var þáttur með Opruh áðan, þvílík snilld, þetta er svona eins og opinberun til allra einhleypra kvenna! Alls konar afsakanir sem karlmenn koma með þegar þeir eru í rauninni ekkert það hrifnir af manni! Nú getur sko enginn sagt mér að hann sé upptekinn, eða að vinna svo mikið, eða þreyttur o.s.frv. Þá er það bara ÚT! hehe! Þetta meikaði bara svo mikinn sens eitthvað að ég varð alveg æst á að horfa á þetta! Núna getur maður hætt að furða sig yfir asnalegum afsökunum og áttað sig bara á því strax að þessi maður er ekkert það hrifinn af manni! Verð að taka einhver dæmi af þessu...
-Upptekinn: Hann nennir ekki að vera með þér
-Er ekki tilbúinn í samband: Hann vill ekki í samband, bara kynlíf
-Vill ekki giftast: Er ekki nógu hrifinn af þér
-Veit ekki hvort hann vilji giftast þér: Vill ekki gifast þér!
-Vill ekki spilla vinasambandinu: Vill ALLS ekki byrja með þér
-Hann segist elska þig en ekki vera ástfanginn af þér: Hann vill ekki særa tig og elskar þig ekki.
Svo var einn strákur sem flokkaði konur í mismunandi hópa eftir því hversu mikinn áhuga hann hafði á þeim og hversu snemma hann myndi hafa samband fyrir helgina:
-1. Flokkur: Konur sem hann virkilega hrífst af og hefur samband við á mánudegi
-2. Flokkur: Svona meðalkonur sem gætu gengið, hefur samband við á þriðjudegi
-3. Flokkur: Jæja þessi verður að duga þó að hún sé ljót, hefur samband sama dag
-4. Flokkur: One night stand, hefur samband við eftir ball áður en hann fer heim!
Stelpur, hættum að tilheyra endalaust flokki númer 4! Þetta er ekkert nema einhverjar suddagæjar sem vilja komast í bólið hjá ykkur!
Vá gæti haldið endalaust áfram! Enda fórum ég og Edith strax á amazon.com og pöntuðum okkur bókina!
Látum okkur þetta að kenningu verða og troðum karlremburnar undir og sýnum þeim hver ræður og hananú!
-Upptekinn: Hann nennir ekki að vera með þér
-Er ekki tilbúinn í samband: Hann vill ekki í samband, bara kynlíf
-Vill ekki giftast: Er ekki nógu hrifinn af þér
-Veit ekki hvort hann vilji giftast þér: Vill ekki gifast þér!
-Vill ekki spilla vinasambandinu: Vill ALLS ekki byrja með þér
-Hann segist elska þig en ekki vera ástfanginn af þér: Hann vill ekki særa tig og elskar þig ekki.
Svo var einn strákur sem flokkaði konur í mismunandi hópa eftir því hversu mikinn áhuga hann hafði á þeim og hversu snemma hann myndi hafa samband fyrir helgina:
-1. Flokkur: Konur sem hann virkilega hrífst af og hefur samband við á mánudegi
-2. Flokkur: Svona meðalkonur sem gætu gengið, hefur samband við á þriðjudegi
-3. Flokkur: Jæja þessi verður að duga þó að hún sé ljót, hefur samband sama dag
-4. Flokkur: One night stand, hefur samband við eftir ball áður en hann fer heim!
Stelpur, hættum að tilheyra endalaust flokki númer 4! Þetta er ekkert nema einhverjar suddagæjar sem vilja komast í bólið hjá ykkur!
Vá gæti haldið endalaust áfram! Enda fórum ég og Edith strax á amazon.com og pöntuðum okkur bókina!
Látum okkur þetta að kenningu verða og troðum karlremburnar undir og sýnum þeim hver ræður og hananú!
miðvikudagur, janúar 12, 2005
Hvað segir þú?
Jæja nú er ég loksins búin að laga þetta commenta drasl! Endilega skrifið eitthvað slúður!
Afhverju er ég svona þreytt?
Getur einhver sagt mér það eða er ég einfaldlega latasta manneskja í heimi! Ætlaði að vakna snemma í morgun og byrja að læra, fá eitthvað út úr deginum! En nei, vekjarinn hringdi klukkan 10 ég slökkti á honum, mamma hringdi klukkan 12, en samt sofnaði ég aftur og vaknaði klukkan hálf 2, er þetta eðlilegt? Fór meira að segja að sofa snemma í gær. Ég er örugglega haldin svefnsýki! Ég hef ekki gott af því að vinna svona vaktavinnu og vera í fríi hér og þar á þessum dögum, er til dæmis í fríi í dag og veit ekkert hvað ég á við það að gera...búin að taka til, vaska upp, setja í þvottavél!
Kannski er ég bara að kvarta yfir engu, það eru eflaust margir sem myndu vilja vera í mínum sporum og sofa frameftir alla daga og gera ekki rassgat! En ég er bara ekki þannig manneskja, ég verð alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni! En ég er greinilega búin að sogast inn í þetta letilíferni hvernig kemst ég út????
Kannski er ég bara að kvarta yfir engu, það eru eflaust margir sem myndu vilja vera í mínum sporum og sofa frameftir alla daga og gera ekki rassgat! En ég er bara ekki þannig manneskja, ég verð alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni! En ég er greinilega búin að sogast inn í þetta letilíferni hvernig kemst ég út????
mánudagur, janúar 10, 2005
Flutningar....
Jæja þá er ég að fara að flytja frá Ísafirði enn á ný! Nú verður ferðinni haldið til Reykjavíkur þar sem ég ætla að búa með yndislegum litla bróður mínum honum Tomma. Ég tók þessa ákvörðun fyrir 2 dögum og ég flyt eftir 2 vikur! Ég tek alltaf svona skyndiákvarðanir, það er líka sniðugast! Ég er búin að fá vinnu á hjúkrunarheimilinu Eir þar sem ég hef líka unnið áður. Mér líkaði það mjög vel þannig að ég ákvað bara að slá til. Annars er nú ekki mikið að frétta af mér eins og venjulega. Hittumst reyndar allar vinkonurnar í afmæli hjá Tinnu á föstudag. Þar var dýrindis matur og góðar kökur sem hún Sigga húsmóðir bakaði. Eins og venjulega var mikið um kjaftasögur og síðan skelltum við okkur á Sjallann þar sem ég sat í sama sætinu allan tímann. Stundum nennir maður bara engu, eins og ég. Ég er svo löt þessa dagana að það er ekki eðlilegt! Ég sef til 13 alla daga og horfi á video eins og mér sé borgað fyrir það. En svona er víst lífið á Ísafirði í Janúar....
þriðjudagur, janúar 04, 2005
Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.....
Vá hvað það er búið að snjóa mikið á síðustu dögum, hef ekki séð svona mikinn snjó í háa herrans tíð! Var einmitt að ljúka við að moka snjónum af tröppunum við útidyrnar hjá okkur, liggur við að maður hafi bara ekki komist út um þær! Gleðilegt nýtt ár allir sem ég hef ekki komist í að segja það við! Bara komið nýtt ár og ég er sko alveg viss um að á þessu ári gerast hlutirnir hjá mér, vona það allavega!
Maður er alveg skíthræddur við þetta fárviðri sem er á leiðinni, ég vona svo sannarlega að það fari bara framhjá, finnst nóg komið í bili! Snjóflóð hér og þar og alls staðar, guð forði því að einhverjar hörmungar eigi eftir að fylgja þeim! Fyrir utan húsið mitt hérna í Fjarðarstrætinu er líka mikill öldugangur og heyrist það mjög vel inn í húsið, það er eins gott að öldurnar haldi sig bara hinum meginn við varnargarðinn svo það fari nú ekki allt að flæða í kjallaranum hér eins og fyrr í haust! Já, ég er sem sagt komin með nóg af þessu skítaveðri! Verð að segja að ég er ekki mikil snjómanneskja þannig að þetta er ekki mitt uppáhald!
Maður er alveg skíthræddur við þetta fárviðri sem er á leiðinni, ég vona svo sannarlega að það fari bara framhjá, finnst nóg komið í bili! Snjóflóð hér og þar og alls staðar, guð forði því að einhverjar hörmungar eigi eftir að fylgja þeim! Fyrir utan húsið mitt hérna í Fjarðarstrætinu er líka mikill öldugangur og heyrist það mjög vel inn í húsið, það er eins gott að öldurnar haldi sig bara hinum meginn við varnargarðinn svo það fari nú ekki allt að flæða í kjallaranum hér eins og fyrr í haust! Já, ég er sem sagt komin með nóg af þessu skítaveðri! Verð að segja að ég er ekki mikil snjómanneskja þannig að þetta er ekki mitt uppáhald!