What a day for a daydream...

Dúnna litla lætur gamminn geysa...

þriðjudagur, desember 28, 2004

Alltaf að skipta!

Finnst miklu skemmtilegra á þessu blogspot dóti! Það var líka til dunna.blogspot.com gamla mitt sem ég henti fyrir löngu! Ég hef nú ekkert sérstakt í fréttum, er í fríi í dag og ekki búin að gera neitt! Get ekki hætt að hugsa um alla þá sem hafa farist og þurfa að lifa af þessar hörmungar í Asíu, þetta er alveg rosalegt að svona skuli geta gerst! Ég vona að þeir sem eru týndir munu finnast, maður fær alveg fyrir hjartað þegar tölur látinna aukast með hverjum deginum, í fréttunum áðan var talað um 100 þús! Svakalegt!